Um Skóflur.is
Skóflur.is var stofnað árið 1982 af Guðmundi Aðalsteinssyni, frumkvöðli í hönnun og smíði úr Hardoxi stáli fyrir jarðvinnugeirann á Íslandi. Fyrirtækið hefur byggt upp ómetanlega þekkingu og reynslu í framleiðslu á gröfuskóflum og öðrum búnaði fyrir jarðvinnuverktaka. Við höfum ávallt lagt áherslu á framúrskarandi gæði og þjónustu og höfum þess vegna skapað okkur sterkt og gott orðspor innanlands og erlendis.
Nýsmíði, breytingar & viðgerðarþjónusta
Við bjóðum upp á alhliða nýsmíði, breytinga og viðgerðarþjónustu fyrir jarðvinnubúnað. Við smíðum sérsniðnar lausnir úr Hardox stáli til að mæta þínum þörfum og kröfum. Breytingar á búnaði eru gerðar með það að markmiði að bæta frammistöðu og auka skilvirkni. Hröð og góð viðgerðarþjónusta og við notum aðeins gæða varahluti til þess að tryggja endingu.